Fréttabréf NTC

Þriðja fréttabréf Need to Connect verkefnisins er komið út. NTC verkefnið snýst um að valdefla ungar mæður en tilraunakennsla vegna þess hefst á Íslandi 14. ágúst næstkomandi, sjá nánar. Tveimur þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í vinnustofu og lokaráðstefnu verkefnisins á Spáni vikuna 18.-22. september.

Lokamálþing verkefnisins verður haldið í samstarfi við Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi þann 30. ágúst en þar verður kynnt starfsemi sem styður við mæður, foreldra og fjölskyldur s.s. MemmPlay (opinn leikskóli), fjölskyldustarf Borgarbókasafnsins og Fjölskyldumiðstöðvar auk þess að kynna afurðir NTC verkefnisins og niðurstöður tilraunakennslunnar.