RÁÐGJÖF

Einurð veitir fyrirtækjum, félagasamtökum og frumkvöðlum ráðgjöf um hugmyndavinnu, verkefnaþróun, alþjóðlegt samstarf og fjármögnun tengt samfélagslegri nýsköpun og fræðslustarfi. Við höfum umtalsverða reynslu af umsóknavinnu í innlenda og evrópska sjóði svo sem Erasmus+. Þá höfum við tekið að okkur verkefnastjórn alþjóðlegra og innlendra verkefna sem tengjast menntun, þjálfun, námsefnisgerð og samfélagslegri nýsköpun.


Sjá kynningu sem flutt var á hádegisfundi FKA í apríl 2021 um hugmyndasmíð þar sem farið er yfir hugmyndavinnu og gefið yfirlit yfir helstu innlenda og erlenda sjóði sem íslensk fyrirtæki, félög og frumkvöðlar hafa aðgang að.