NEED TO CONNECT

Einurð leiddi verkefnið Need To Connect (NTC) sem miðaði að því að fræða og valdefla ungar mæður. Afurðir og niðurstöður verkefnisins má finna á heimasíðu þess eða þarfagreiningu, opið námsefni og tengslanet ungra mæðra. Lokaráðstefna verkefnisins var haldin í Torre Del Mar Spáni í september.

Samhliða verkefninu var safnað upplýsingum um samfélagsmiðla og vettvanga sem ungar mæður og aðrir foreldrar geta nýtt sér:

MemmPlay býður fjölskyldum aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna. Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum í fallegu umhverfi en einnig tækifæri fyrir börnin að hitta jafnaldra sína og efla félagsþroska á þessum mótandi aldri. Þú getur fylgst með Memmplay á facebook til að finna upplýsingar um viðburði og opið leikskólastarf í þínu nærumhverfi.

Fjölskyldustarf Borgarbókasafnsins „Kíkið í heimsókn með börnin“ og annarra bókasafna en velflest bókasöfn og menningarmiðstöðvar víða um land bjóða upp á reglulegt fjölskyldustarf. Heimasíður sveitarfélaga eru góður staður til að byrja að leita að þjónustu í þínu nærumhverfi.

Þjóðkirkjan býður upp á fjölbreytt fjölskyldu og foreldrastarf. Þú getur fundið upplýsingar um starf ólíkra kirkna á heimasíðum þeirra og samfélagsmiðum, sjá yfirlit yfir sóknir á Íslandi.

Brum.is er vettvangur fyrir foreldra sem vilja sækja sér upplýsingar um allt sem tengist getnaði, meðgöngu, fæðingu, sængurlegu, fyrstu árunum og allt þar á milli.

Fjölskyldumiðstöðin í Breiðholti og Tinnu verkefnið, stuðningur fyrir fjölskyldur og unga einstæða foreldra.

Mæður í aðalhlutverki Facebook samfélag með um 10.000 meðlimum

Auðveldar mömmur Facebook samfélag með yfir 11.000 meðlimum

Fyrir þá sem vilja nýta sér niðustöður „Need to Connect“ verkefnisins og standa fyrir vinnustofum eða viðburðum í sínu nærumhverfi þá er hægt að nálgast allt efnið á heimasíðu verkefnisins og frekari aðstoð hjá einurd@einurd.is.