COPE seigluþjálfun

COPE seigluþjálfun er verkefni sem Einurð tekur þátt í og er leitt af Happiness Academy í Búlgaríu og unnið í samstarfi við Miðstöð samfélagsstarfs á Spáni. þessa stundina á sér stað tilraunakennsla á „Practice resilience“ hjá Hringsjá og til stendur að bjóða upp á þjálfunina hjá Fjölsmiðjunni. Hægt er að nálgast opið menntaefni og kennsluleiðbeiningar á íslensku, ensku, spænsku og búlgörsku á heimasíðu verkefnisins. Auk þess er hægt að taka þátt í gegnum Happiness Accellerator á ensku. Afurðir verkefnisins má nýta stil að skipuleggja seigluþjálfun í símenntun, endurhæfingu og á vinnustöðum en einnig nýta til sjálfsnáms.