Rannsóknasetur verslunarinnar og samstarfsaðilar fengu 36 milljón króna styrk frá Erasmus áætlun Evrópusambandsins í TTRAIN verkefnið sem miðar að því að koma á laggirnar námi fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustufyrirtækjum. Um er að ræða framhald af öðru evrópsku fræðsluverkefni sem tengist þróun náms fyrir starfsþjálfa í verslunum og er undir stjórn Rannsóknasetursins. Í verkefninu taka þátt, auk Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst, Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum frá Sikiley á Ítalíu, Vínarborg í Austurríki og Kajaani í Finnlandi. Einurð mun koma að verkefninu en Rannsóknasetrið nýtti sér ráðgjöf fyrirtækisins við umsóknaskrif beggja verkefna. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Rannsóknasetursins