Menntun núna verkefninu í Breiðholti er að ljúka en Stefanía framkvæmdastjóri hefur haldið utan um verkefnið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Lokamálþing var haldið í maí og lokaskýrslu má finna á heimasíðu Menntun núna verkefnanna í Breiðholti og Norðvestur kjördæmi. Í sumar hefur verið unnið að þekkingaryfirfærlsu tengdri verkefninu m.a. varðandi móttöku innflytjenda og þjálfun brúarsmiða/ráðgjafa en Elsa Arnardóttir mun taka þátt í Evrópuverkefni Mannréttindaskrifstofu Íslands sem fékk Erasmus styrk til að vinna að þjálfun ráðgjafa og móttökuviðtölum.