Erasmusdagar 11. október kl. 11

Urriðaholtsstræti 14, 210 Garðabæ

Einurð, í samstarfi við Almannaheill samtök þriðja geirans og Landsskrifstofu Erasmus+, stendur fyrir kynningu á tækifærum í Erasmus+ og niðurstöðum þeirra samfélags- og fræðsluverkefna sem félagið hefur leitt og tekið þátt í síðustu ár og styrkt hafa verið af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins.

Dagskrá:

11:00 Opnun, Tómas Torfason, formaður Almannaheilla

11:15 Kynning á Erasmus og tækifærum fyrir almannaheillafélög – Eva Einarsdóttir sérfræðingur Landsskrifstofa Erasmus+

12:15 Kaffi og meðlæti, hægt að spreyta sig á borðspilum um sjálfbærni úr PostHuman Architecture verkefninu

12:30 Samfélagsleg nýsköpun og ungt fólk – SE4Y og ePower verkefnin

12:45 Umhverfisvernd og íþróttir – Green League verkefnið

13:00 Valdefling innflytjenda á vinnumarkaði (á ensku) – kynning á www.employment.is síðunni, Know Your Rights og Be your own boss verkefnunum.

13:30 Ungir foreldrar fræðsla og valdefling – Kynning á Need to Connect og Fatherhood verkefnunum

14:00 Kaffispjall og tengslamyndun