Einurð leiddi vinnu við gloppu og þarfagreiningu í Fatherhood verkefninu, sem fólst í spurningakönnun og viðtölum við feður og fagaðila er styðja við foreldra og fjölskyldur. Alls tóku yfir 130 feður á Íslandi þátt í könnuninni og tekin voru viðtöl við 5 feður og 5 fagaðila í hverju þátttökulandi eða Íslandi, Írlandi, Grikklandi og Spáni. Niðurstöðurnar voru síðan teknar saman í samanburðarskýrslu sem kom út í janúar 2022.
Í kjölfarið unnu samstarfsaðilar náms- og upplýsingaefni fyrir feður sem var tilraunakennt í maí 2022 á vinnustofu á grísku eyjunni Aegena í nágrenni Aþenu með 3-5 feðrum frá hverju þátttökulandi. Samhliða vinnustofunni voru tekin upp viðtöl við feðurna um reynslu þeirra af föðurhlutverkinu en viðtölin verða síðan hluti af afurðum verkefnisins. Framleiðslufyrirtækið Quasar leiðir verkefnið og sér um upptökur og fullvinnslu myndbanda. Auk viðtala við feður munu samstarfsaðilar taka upp viðtöl við 3-5 fagaðila sem fjalla um föðurhlutverkið.