EINURÐ

Einurð ehf. var stofnað 2010 og hefur sinnt ráðgjöf, stefnumótun, ritstjórn og verkefnastjórnun.  Einurð er býður upp á aðstoð til verkefna tengdum samfélagsþróun, nýsköpun og menntun.

Á aðalfundi Einurðar 11.06.2020 var samþykktum félagsins breytt í samræmi við tilgang og starfsemi þess, þar er nú m.a. kveðið á um að tilgangur félagsins sé að vinna að samfélagsþróun og nýsköpun. Stjórn félagsins skipa, Stefanía G. Kristinsdóttir formaður, Gestur Helgason og Elva Björt Stefánsdóttir meðstjórnendur, skoðunarmenn félagsins eru Gunnlaugur Ragnarsson og Einar Halldórsson.

Meðal verkefna Einurðar:

  • SE4Y social entrepreneurship for youth, Einurð leiðir verkefnið sem styrkt er af Erasmus+ og hófst 1. september 2020 og stendur yfir í 2 ár. Verkefnið snýst um að efla ungt fólk og styðja það í að skapa sér starfsvettvang sem tengist samfélagsþróun og nýsköpun.
  • Urban Gardening for youth, Einurð er þátttakandi í verkefninu sem styrkt er af Erasmus+ og snýst um að efla ungt fólk í þéttbýli með þátttöku þeirra í garðrækt, verkefnið hófst 1. júní 2020 og stendur yfir í 2 ár.
  • KYR (Know Your Rights) sem styrkt er af Erasmus+ . Verkefnið snýst um að útbúa fræðslu- og kynningarefni um réttindi verkafólks af erlendum uppruna.
  • NESET verkefnið (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector), styrkt af „EEA and Norway Grants Fund for Youth Employment“.
  • Vann fyrir hönd Háskólans á Bifröst að INTERFACE verkefninu, þjálfun verkefnastjóra og samfélagsfrumkvöðla í brothættum byggðum.
  • Menntun núna í Breiðholti 
  • FIERE Furthering Innovative and Entrepreneurial Regions in Europe  
  • Ritstjórn Austurland og Reykjavík-vikublað fyrir Fótspor auk greinaskrifa fyrir Breiðholtsblaðið
  • Vefurinn Hvunndagshetjur 
  • Ráðgjöf við TTRAIN verkefnið fyrir Rannsóknasetur Verslunarinnar
  • Sameining stoðstofnana Austurlands í Austurbrú 

Einurð var tilnefnt eitt af 30 fallegustu orðum íslenskunnar og í umsögn um það á síðu keppninnar kemur fram að orðið hljómi einstaklega tingnarlega og fallega og að  „í orðinu sameinast á fallegan hátt örlítið af þrjósku, smá sérviska og mikið af festu„.