Urban gardening

Verkefnið „Urban Gardening for Youth“ sem Einurð tekur þátt í fékk styrk frá Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins, verkefnið hófst 1. júní og lýkur á 2 árum. Verkefnið byggir á hugmyndum sem eiga rætur sínar að rekja til New York um samfélagsgarða þar sem íbúar borgarinnar gátu stundað ræktun auk þess sem garðarnir voru vettvangur stuðnings og fræðslu til ungmenna og minnihlutahópa.

Í verkefninu verður leitast við að skapa aðstæður í samfélagsgörðum til að vinna gegn jaðarsetningu ungmenna, skapa vettvang samskipta um sjálfbæran lífsstíl og garðyrkju.  Samstarfsaðilar munu þróa námsefni og þjálfun sem verður aðgengileg í appi sem hægt er að setja upp á tölvu eða í síma. Þar verður hægt að nálgast „dæmi“ og leiðbeiningar um hvernig best er að koma upp ræktun í ólíkum aðstæðum og hvernig má nýta slík verkefni sem vettvang fyrir samtal og stuðning til ólíkra hópa.  Einnig verður gefin út „Urban gardeners handbook“.

Verkefnið leiðir  Kentro Meriminas Oikogeneias Kai Paidiou (KOMP) Grikklandi sem hefur 40 ára reynslu af verkefnum tengd sjálfbærri þróun, samfélagsþróun, mannréttindum og velferðarmálum.