Samfélagsþróun og fræðsla

Verkefni

verkefnastjórn, ráðgjöf og verkefnaþróun

Know Your Rights (KYR)

Einurð leiðir verkefnið “Know Your Rights” (KYR) sem styrkt er af Erasmus+ . Verkefnið snýst um að útbúa fræðslu- og kynningarefni um réttindi verkafólks af erlendum uppruna.

NESET

Einurð tekur þátt í NESET verkefninu (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector) sem styrkt er af EEA and Norway Grants Fund for Youth Employment. Verkefnið snýst um að þróa námsefni og aðferðir til að að styrkja og virkja ungt fólk til starfa ferðaþjónustu. Einurð er í sérfræði- og stuðningshlutverki í verkefninu og mun halda utan um framkvæmd á greiningu fyrirmynda um þátttöku ungs fólks í nýsköpun og þjálfun í ferðaþjónustu.

INTERFACE

Einurð vann með Háskólanum á Bifröst að INTERFACE (Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe) verkefninu og leiddi þjálfun “community coaches” eða verkefnastjóra og samfélagsleiðtoga í brothættum byggðum.

Ráðgjöf og verkefnaþróun

Einurð veitir félögum, fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf við verkefnaþróun og -fjármögnun. Höfum reynslu af Erasmus+, EEA funds auk innlendra sjóða á sviði menntunar og þróunar.

Einurð

Ert þú með hugmynd að verkefni í þágu samfélagsins?
Við hjálpum við þróun og fjármögnun verkefna

Einurð ehf. var stofnað 2010 og hefur sinnt ráðgjöf, stefnumótun, ritstjórn og verkefnastjórnun. Einurð var tilnefnt eitt af 30 fallegustu orðum íslenskunnar og í umsögn um það á síðu keppninnar kemur fram að orðið hljómi einstaklega tingnarlega og fallega og að “í orðinu sameinast á fallegan hátt örlítið af þrjósku, smá sérviska og mikið af festu“. Einurð veitir félögum, fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf við verkefnaþróun og -fjármögnun. Höfum reynslu af Erasmus+, EEA funds auk innlendra sjóða á sviði menntunar og þróunar.

  • Hugmyndavinna
  • Verkefnaþróun
  • Samstarf
  • Umsóknir / fjármögnun

TEYMIÐ

Á bak við Einurð stendur öflugur hópur fólks með ólíkan bakgrunn og menntun
Uploaded image

Elva Björt Stefánsdóttir

Framkvæmdastjóri og stjórnarmaður
Elva er mannfræðingur og hefur mikinn áhuga og þekkingu á málefnum innflytjenda og flóttafólks
Uploaded image

Stefanía Kristinsdóttir

Stjórnarformaður og eigandi
Stefanía hefur lært heimspeki, stjórnun (MBA), markþjálfun og margmiðlun. Hún hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun og samfélagsþróun.
Uploaded image

Einar Halldórsson

Verkefnastjóri / Project manager
Einar er verkfræðingur með mikla reynslu af verkefnastjórnun.
Uploaded image

Gestur Helgason

Stjórnarmaður
Gestur er viðskiptafræðingur og hefur m.a. kennt innflytjendum íslensku.

Fréttir