Working together to inform about progress in combatting youth unemployment

The official launch of the Youth Employment Magazine is announced on the UN International Day of Friendship. Nearly 200 institutions from 26 European countries implementing projects financed by Iceland, Liechtenstein and Norway unite to share results of their initiatives aimed at combatting youth unemployment in Europe.

NESET (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector) is one of those projects, implemented by a consortium of 13 organizations, led by the Varna Chamber of Commerce and Industry (Bulgaria), with the participation of Einurð ehf. The countries, covered by the NESET project activities include Bulgaria, Croatia, Cyprus, Greece, Italy, Portugal, Romania, and Iceland as an expertise country.

The NESET initiative addresses issues related to the effective labour integration in the tourism industry in partner countries of 25-29-year-olds, who are neither in employment nor in education or training. A solution to these problems will be sought through the implementation of international job placement mobilities, support for youth business start-ups in the tourism sector and the creation of an e-Support platform.

Press release_Youth Employment Magazine_30.07.2019_NESET

45210538_262190317803748_7172290690750087168_n

NESET verkefnafundur í Varna Búlgaríu

Einurð tekur þátt í NESET verkefninu (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector) sem styrkt er af EEA and Norway Grants Fund for Youth Employment. Verkefnið snýst um að þróa námsefni og aðferðir til að að styrkja og virkja ungt fólk til starfa ferðaþjónustu.

Fulltrúar Einurðar, Elva Björt Stefánsdóttir og Einar Halldórsson sóttu fyrsta fund verkefnastjórnar í Varna  10.-11. október.

Einurð er í sérfræði- og stuðningshlutverki í verkefninu og mun halda utan um framkvæmd á greiningu fyrirmynda um þátttöku ungs fólks í nýsköpun og þjálfun í ferðaþjónustu.

ZC7A1734

Brothættar byggðir

Viðtal við Sigríði K. Þorgrímsdóttur og Kristján Þ. Halldórsson verkefnastjóra Brothættra byggða hjá Byggðastofnun.

Í greiningu Byggðastofnunar á „Byggðarlögum sem búið hafa við langvarandi fólksfækkun“ frá 2008 og 2012 telst um helmingur sveitarfélaga í landinu til brothættra byggða. Þar er byggð með fólksfækkun sem nemur a.m.k. 15% á 15 ára tímabili er skilgreind sem brothætt byggð.  

Verkefnið Brothættar byggðir hófst á Raufarhöfn en Kristján Þ. Halldórsson var ráðinn verkefnisstjóri í mars 2013. Verkefnið nær í dag til sjö samfélaga, Raufarhafnar, Breiðdalshrepps, Skaftárhrepps, Bíldudals, Kópaskers og nærsveita, Grímseyjar og Hríseyjar, sjá nánar www.byggdastofnun.is/is/brothaettar-byggdir

Ástæður þess að byrjað var á Raufarhöfn voru að aðstæður þar voru sérstaklega aðkallandi, yfir 50% fólksfækkun á fimmtán árum, hækkandi meðalaldur og samdráttur í atvinnulífinu. Mörg samfélög á Íslandi hafa liðið fyrir viðvarandi fólksfækkun en til þessa hefur ekki tekist að snúa vörn í sókn. Með Brothættum byggðum er verið að þróa aðferð til að taka á vandanum í samstarfi við íbúa hvers byggðarlags og við erum að leita leiða til að ná sem bestum árangri segir Kristján. Sigríður kom að verkefninu með þekkingu úr greiningarvinnunni þar sem hennar hlutverk var að heimsækja byggðirnar, hitta sveitarstjóra og íbúa. Það skiptir máli að hafa sjálf ekið ónýta vegi og upplifað lélegt net- og símasamband, með þessum heimsóknum byggði ég bæði upp tengsl og öðlaðist þekkingu á stöðu mála í samfélögunum segir Sigríður.

Continue reading Brothættar byggðir

mynd fundur i Sofiu

FIERE verkefninu lokið

FIERE verkefninu er nú lokið, verkefnið sem er evrópskt samstarfsverkefni 6 stofnana og fyrirtækja í 5 löndum sem fól í sér þarfagreiningu, þróun námsskrár og námsefnis tengt nýsköpunarvirkni hjá stofnunum, fyrirtækjum, sjálfboðaliða- og félagasamtökum er tengjast svæða og samfélagsþróun. Svæðisráð Tipperary í Írlandi stýrir verkefninu.

Verkefnið hófst í ársbyrjun 2014 og var til tveggja ára.  Einurð ehf var eini íslenski þátttakandinn og bar ábyrgð á verkefnis- og ritstjórn í vinnupakka 4 þar sem unnar voru “case studies” eða dæmisögur um verkefni sem draga má lærdóm af er kemur að nýsköpunarvirkni og samfélagsþróun. Dæmisögurnar voru notaðar sem hluti af námsefni á FIERE vinnustofunum sem haldnar voru af Einurð og Símenntun Háskólans á Bifröst á Íslandi þann 26. október á Sauðárkróki í samstarfi við Byggðastofnun og þann 14. nóvember fyrir hóp kvenna sem áttu það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á sitt nærumhverfi og samfélag í vinnu sinni eða félagsstarfi. Af 26 þátttakendum á vinnustofunum lýstu 10 sig reiðubúna til að verða hluti af samstarfsneti FIERE ráðgjafa eða mentora sem vilja nýta sér námsefni og nálgun verkefnisins í starfi sínu.  Finna má niðurstöður verkefnisins á heimasíðu þess.

rannsoknasetur verslunarinnar

TTRAIN verkefnið

Rannsóknasetur verslunarinnar og samstarfsaðilar fengu 36 milljón króna styrk frá Erasmus áætlun Evrópusambandsins í TTRAIN verkefnið sem miðar að því að koma á laggirnar námi fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustufyrirtækjum. Um er að ræða framhald af öðru evrópsku fræðsluverkefni sem tengist þróun náms fyrir starfsþjálfa í verslunum og er undir stjórn Rannsóknasetursins.  Í verkefninu taka þátt, auk Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst, Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum frá Sikiley á Ítalíu, Vínarborg í Austurríki og Kajaani í Finnlandi.  Einurð mun koma að verkefninu en Rannsóknasetrið nýtti sér ráðgjöf fyrirtækisins við umsóknaskrif beggja verkefna. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Rannsóknasetursins 

 

DSC_0142

Samstarfsaðilar FIERE funda í Reykjavík

Samstarfsaðilar FIERE verkefnsins funduðu í húsnæði Háskólans á Bifröst 18.-19. júní síðastliðinn. Viðfangsefni fundarins var lokafrágangur á FIERE “case studies” og skipulag FIERE vinnustofa sem haldnar verða næsta haust í samstarfslöndunum þ.e. Írlandi, Búlgaríu, Ítalíu, Portúgal, Grikklandi og Íslandi.  Símenntun Háskólans á Bifröst og Einurð munu saman standa að tveimur tilraunavinnustofum næsta haust.  Almenn ánægja var með fundinn þó vissulega hefði veðrið mátt vera betra, hópurinn fór Gullna hringinn áður en haldið var heim á leið, lokaráðstefna FIERE verður haldin í Írlandi í nóvember en verkefninu lýkur um áramótin.

7 lítið BREIÐHOLT + stórt MN jpg

Menntun núna í Breiðholti

Menntun núna verkefninu í Breiðholti er að ljúka en Stefanía framkvæmdastjóri hefur haldið utan um verkefnið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Lokamálþing var haldið í maí og lokaskýrslu má finna á heimasíðu Menntun núna verkefnanna í Breiðholti og Norðvestur kjördæmi.  Í sumar hefur verið unnið að þekkingaryfirfærlsu tengdri verkefninu m.a. varðandi móttöku innflytjenda og þjálfun brúarsmiða/ráðgjafa en Elsa Arnardóttir mun taka þátt í Evrópuverkefni Mannréttindaskrifstofu Íslands sem fékk Erasmus styrk til að vinna að þjálfun ráðgjafa og móttökuviðtölum.