Verkefni
Know Your Rights (KYR)
Einurð leiðir verkefnið “Know Your Rights” (KYR) sem styrkt er af Erasmus+ . Verkefnið snýst um að útbúa fræðslu- og kynningarefni um réttindi verkafólks af erlendum uppruna.
Urban Gardening
Einurð er þátttakandi í “Urban Gardening for Youth” verkefninu er styrkt af Erasmus+. Verkefnið byggir á hugmyndum frá New York og viðar þar sem íbúar borga geta stundað ræktun matjurta auk þess sem garðarnir voru vettvangur stuðnings og fræðslu til ungmenna og minnihlutahópa.
SE4Y Samfélagsleg nýsköpun
SE4You (Social Entrepreneurship for youth) eða samfélagsleg nýsköpun ungs fólks hefur það markmið að styðja og þjálfa ungt fólk í að skapa sér starfsferil tengdan velferðarmálum og samfélagsþróun.
NESET
Einurð tekur þátt í NESET verkefninu (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector) sem styrkt er af EEA and Norway Grants Fund for Youth Employment. Verkefnið snýst um að þróa námsefni og aðferðir til að að styrkja og virkja ungt fólk til starfa ferðaþjónustu. Einurð er í sérfræði- og stuðningshlutverki í verkefninu og mun halda utan um framkvæmd á greiningu fyrirmynda um þátttöku ungs fólks í nýsköpun og þjálfun í ferðaþjónustu.
TEYMIÐ

Elva Björt Stefánsdóttir

Stefanía Kristinsdóttir

Einar Halldórsson
