Að efla starfshæfni og almenna færni innflytjenda

Verkefnið ePortolio for Migrants sem styrkt er af Erasmus+ hefur það markmið að stuðla að aðlögun og virkri þátttöku innflytjenda á vinnumarkaði.  COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á viðkvæma hópa og þá sérstaklega innflytjendur bæði frá Evrópu og öðrum löndum Skýrsla OECD „Migration Outlook 2020“ sýnir að í mörgum löndum eru innflytjendur stór hluti þeirra lykilstarfsmanna sem stóðu í „framlínunni“ í heimsfaraldrinum – samanber starfsmenn sem sinna umönnun, flutningum, landbúnað og matvælavinnslu. Þess vegna er nauðsynlegt að styðja innflytjendur bæði í að afla sér menntunar og fá fagþekkingu sína staðfesta og metna til að geta blómstrað á vinnumarkaði og að við getum nýtt þeirra krafta til fullnustu í samfélaginu.

Verkefnið miðar að því að búa til ferli sem býður upp á gagnvirka og sveigjanlega færniþjálfun fyrir innflytjendur, ásamt sjálfsmatsaðferðum til að greina tækifæri til frekari menntunar og þjálfunar til að mæta síbreytilegum þörfum atvinnulífsins.

SAMFÉLAGSLEGUR ÁVINNINGUR

  • Veita innflytjendum aðgengi að fræðsluefni, þar á meðal sögum af fyrirmyndum, upplýsingum um ráðgjöf, jafningjahópa og sjálfsmatsaðferðir.
  • Kynna það sem er í boði er kemur að símenntun og þjálfun og mikilvægi fyrir atvinnulífið.
  • Veita leiðbeinendum aðgengi að gagnvirku fræðsluefni sem má aðlaga að ólíkri fræðslu/rágjöf til innflytjenda tengdri almennri færniuppbyggingu og atvinnuþátttöku (soft and employment skills)
  • Miðla niðurstöðum verkefnisins til hagaðila (ráðningaskrifstofa, vinnumálastofunar, yfirvalda o.s.frv.) sem geta nýtt þær í vinnumiðlun og inngildingastarfi.

European Professionals Network (Belgium) leiðir verkefnið en aðrir samstarfsaðilar auk Einurðar eru:

  • STIMMULI FOR SOCIAL CHANGE (Grikklandi)
  • GIP FORMATION ET INSERTION PROFESSIONNELLE DE L’ACADEMIE DE NICE (Frakklandi)
  • Gestión Estratégica e Innovación SL (Spáni)
  • Learning for Integration ry (Finnlandi)
  • Exeo Lab (Ítalíu)
  • The Square Dot team (Belgíu)