NESET verkefnafundur í Króatíu 

Einurð tekur þátt í verkefninu NESET (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector) sem styrkt er af EEA and Norway Grants Fund for Youth Employment. Fórum við á þriðja verkefnafundinn í Króatíu 11-12 Desember, þar sem rætt var um framhald verkefnisins. Nú er fyrstu stigum verkefnisins að ljúka og byrjað er að undirbúa þjálfunarefni og rafrænan vettvang verkefnisins sem mun tengja saman einstaklinga, þjálfunarefni og fyrirtæki, til þess að skapa tækifæri til þess að öðlast reynslu og þekkingu á ákveðnum greinum innan ferðamanna-iðnaðsins.

Einurð er í sérfræði- og stuðningshlutverki í verkefninu og mun halda utan um framkvæmd á greiningu fyrirmynda um þátttöku ungs fólks í nýsköpun og þjálfun í ferðaþjónustu. Fulltrúar Einurðar voru Einar Halldórsson og Elva Björt sem að kynntu niðurstöður rannsókna  og þarfagreiningar á stöðuna í hverju landi, ásamt því að kynna “case study templet” fyrir næsta hluta verkefnisins.