Category Archives: Hvunndagshetjur

ZC7A1734

Brothættar byggðir

Viðtal við Sigríði K. Þorgrímsdóttur og Kristján Þ. Halldórsson verkefnastjóra Brothættra byggða hjá Byggðastofnun.

Í greiningu Byggðastofnunar á „Byggðarlögum sem búið hafa við langvarandi fólksfækkun“ frá 2008 og 2012 telst um helmingur sveitarfélaga í landinu til brothættra byggða. Þar er byggð með fólksfækkun sem nemur a.m.k. 15% á 15 ára tímabili er skilgreind sem brothætt byggð.  

Verkefnið Brothættar byggðir hófst á Raufarhöfn en Kristján Þ. Halldórsson var ráðinn verkefnisstjóri í mars 2013. Verkefnið nær í dag til sjö samfélaga, Raufarhafnar, Breiðdalshrepps, Skaftárhrepps, Bíldudals, Kópaskers og nærsveita, Grímseyjar og Hríseyjar, sjá nánar www.byggdastofnun.is/is/brothaettar-byggdir

Ástæður þess að byrjað var á Raufarhöfn voru að aðstæður þar voru sérstaklega aðkallandi, yfir 50% fólksfækkun á fimmtán árum, hækkandi meðalaldur og samdráttur í atvinnulífinu. Mörg samfélög á Íslandi hafa liðið fyrir viðvarandi fólksfækkun en til þessa hefur ekki tekist að snúa vörn í sókn. Með Brothættum byggðum er verið að þróa aðferð til að taka á vandanum í samstarfi við íbúa hvers byggðarlags og við erum að leita leiða til að ná sem bestum árangri segir Kristján. Sigríður kom að verkefninu með þekkingu úr greiningarvinnunni þar sem hennar hlutverk var að heimsækja byggðirnar, hitta sveitarstjóra og íbúa. Það skiptir máli að hafa sjálf ekið ónýta vegi og upplifað lélegt net- og símasamband, með þessum heimsóknum byggði ég bæði upp tengsl og öðlaðist þekkingu á stöðu mála í samfélögunum segir Sigríður.

Continue reading Brothættar byggðir