Post-Human Architect

Einurð tekur þátt í Post-human architect verkefninu sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Change-Makers í Svíþjóð leiða verkefnið en aðrir samstarfsaðilar eru IC-Geoss í Slóveníu, Sineglossa og Farm-cultural park á Ítalíu og Álaborgarháskóli í Danmörku. Einurð vinnur að verkefninu með Hallormsstaðaskóla og íbúasamtökunum á Laugarási þar sem upphafsfundurinn fór fram auk íbúafundar. Þessi svæði eru jafnframt dæmi um „good practice“ tengt Post-human architect á Íslandi. Hallormsstaðaskóli býður upp á diplómanám í sköpun og sjálfbærni og mun jafnframt nýta Post-human architect hugmyndafræðina í þróun á kennsluumhverfi skólans með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna í sumar.