NESET verkefnafundur í Varna Búlgaríu

Einurð tekur þátt í NESET verkefninu (NEETs’ Empowerment for Sustainable Employment in the Tourism sector) sem styrkt er af EEA and Norway Grants Fund for Youth Employment. Verkefnið snýst um að þróa námsefni og aðferðir til að að styrkja og virkja ungt fólk til starfa ferðaþjónustu.

Fulltrúar Einurðar, Elva Björt Stefánsdóttir og Einar Halldórsson sóttu fyrsta fund verkefnastjórnar í Varna  10.-11. október.

Einurð er í sérfræði- og stuðningshlutverki í verkefninu og mun halda utan um framkvæmd á greiningu fyrirmynda um þátttöku ungs fólks í nýsköpun og þjálfun í ferðaþjónustu.