PHA Þjálfun í Álaborgarháskóla

Hópur frá Einurð tók í síðustu viku þátt í þjálfun (LTTA – Learning teaching training activity) í Post Human Architect verkefnið í Álaborgarháskóla í Danmörku. Post Human Architect (PHA) er Erasmus+ verkefnið miðar að því að hanna aðferðafræði til að leiða sjálfbæra samfélagslega nýsköpun á dreifðum svæðum. Álaborgarháskóli skipulagði þjálfunina og í tengslum við hana gafst þátttakendum kostur á að skoða fyrirmyndir um sjálfbæran arkitektúr í Álaborg, undir leiðsögn Utzon Center.

Futuregames kynnti og þátttakendur spiluðu 2 borðspil sem miða að því að kenna sjálfbærni fyrir alla aldurshópa. Hópurin fékk fróðlega kynningu frá Henrik Lindfors frá Changemaker Educations um hvernig leikir eru frábær leið til að auka umhverfisvitund okkar og jafnvel stuðla að því að við tökum virkan þátt í að sporna við loftslagsbreytingum og öðrum samfélagslegum áskorunum. Tommaso Sorichetti fulltrúi Sineglossa kynnti þjálfunaraðferðir og Einurð kynnti hæfniramma Post Human Architecture.

Þátttakendur á vegum Einurðar voru Mussa Rami frá Listaháskólanum og Nína María Magnúsdóttir nemi í skapandi sjálfbærni frá Hallormsstaðaskóla auk verkefnastjóra Einurðar Yinli Wang.

Sjá nánar fréttatilkynningu um PHA verkefnið, leikinn og þjálfunina í Álaborg.