Post Human Architect verkefninu (PHA) lýkur í desember 2023 þannig að samstarfið hittist á lokafundinum í Boden, Svíþjóð, til að fara yfir niðurstöður og PHA færnimatið. Changemaker Educations, sem stýrir verkefninu, hélt fundinn í gistiheimilinu Peetgården þar sem samstarfsaðilum gafst kostur á að heimasækja gróðurhúsið sem hitað var með affallshiti frá gagnaveri í Boden.
Samstarfsaðilar eru á einu máli um að hafa skilað góðu verki sem á eftir að vekja áhuga og verða nýtt af hagaðilum í framtíðinni samanber endurgjöf hagaðila í hverju landi. Verkefnið hófst með þróun PHA hæfnisrammans sem Einurð leiddi og byggðist á skilgreiningu á fyrirmyndum og niðurstöðum rýnihópa í samstarfslöndum, hæfniraminn lýsir þeim hæfni og færniþáttum sem eru nauðsynlegir til að vinna eftir Posthuman Architecture hugmyndafræðinni. Markmið hæfnisrammans var að búa til sjálfsmatskerfi sem er bæði hægt að nota í tengslum við þjálfun og í sjálfsnámi. Ramminn inniheldur skilgreiningu og lýsingar fyrir hverja hæfni sem er skilgreind og nánar útfærð varðandi þá þekkingu, færni og viðhorf sem skipta máli fyrir viðkomandi hæfni.
Önnur niðurstaðan var PHA Þjálfunin sem miðar að því að þróa færni nemenda, bæði praktíska færni – t.d. þekkingu á sjálfbærni – og mjúka færni – t.d. menningarnæmni – til að byggja upp hæfni í að vinna útfrá vistvænni nálgun þegar verið er að skilgreina og endursipuleggja rými á skapandi og sjálfbæran hátt. Þjálfunin er miðuð að leiðbeinendum og nemendum í starfsmenntun, sérstaklega þeim sem starfa í dreifbýli og eru með bakgrunn í lífvísindum, arkitektúr, skipulagi, listum, hönnun, byggðaþróun, mannfræði. PHA kennsluhandbókin (PHA training handbook) samanstendur af röð verkefna sem leiða nemendur í gegnum við endurhönnun og endurnýjun í samræmi við vistkerfi svæða.
Þriðja verkefnaniðurstaðan felur í sér þróun tveggja nýstárlegra PHA fræðandi borðspila til að efla enn frekar PHA hæfni og skilning samanberr í PHA hæfnisramman. Annað spilið er ” Cards against the apocalypse“ og hinn heitir „Holistica” . Borðspilin voru þróuð af nemendur í leikjahönnun hjá Futuregames og voru prófuð á fjölþjóðlegri vinnustofu sem haldinn var í maí 2023 í Danmörku.
Lokaniðurstaða verkefnisin kom síðan út í desember eða PHA færnimatið sem er gagnvirkur spurningalisti sem gerir notendum kleift að öðlast formlega viðurkenningu á áunninni færni með skírteini sem hægt er að fella inn í Europass ferilskrá. Vottorðið er til þess fallin að staðfesta PHA færni þátttakenda hvort sem þeir hafa áunnið sér hana á námskeiði eða með sjálfsnámi. Til þess að fá PHA vottorðið þarf nemandi að uppfylla sett skilyrði eða lágmark sem sett er fyrir færnivottun (spurningalisti inniheldur 69 spurningar úr 10 skilgreindum hæfniviðmiðum). Nemandi sem stenst netmatið fær skírteini sem hægt er að prenta út eða skanna með QR kóða. Samhliða þróun færnimatsins hafa verið gefnar út leiðbeiningar fyrir mennta- og verknámsstofnanir þar sem farið er yfir niðurstöður PHA verkefnisins og hvernig má nýta þær sem hluta af starfsmenntun.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins: https://cmeducations.se/posthumanarchitect