Know Your Rights verkefnið

Lokaráðstefna Know Your Rights var haldin í Þjóðminjasafninu 20. október síðastliðinn. Að því tilefni var tekið viðtal við Elvu Björt verkefnastjóra í Mannlega þættinum á RÚV. Afurðir verkefnisins eru þarfagreining á stöðu erlendra starfsmanna í þátttökulöndunum, námskrá og námsefni fyrir jafningjafræðslu, fræðslumyndbönd og upplýsingasíður um réttindi og stuðning við erlenda starfsmenn á 3-5 tungumálum í hverju landi.  Opið menntaefni og fræðslumyndbönd voru unnin um: lágmarkslaun og skattaumhverfi, vinnuaðstæður og öryggismál, heilsugæslu og sjúkratryggingar, verkalýðsfélög og ráðningasamninga. Fræðslumyndböndin um íslenska vinnumarkaðinn má nálgast á Youtube rás og heimasíðu verkefnisins.