FIERE verkefnið

Einurð tekur þátt í FIERE  (Furthering Innovative Entrepreneurial Regions of Europe) verkefninu sem hófst í ársbyrjun 2014 og lýkur í árslok 2015.  FIERE er tveggja ára verkefni sem styrkt er af Grundtvig áætlun Evrópusambandsins (nú Erasmus) og miðar að því að auk nýsköpun og frumkvöðlahugsun hjá stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem koma að byggðaþróun.  Verkefninu er stýrt af Tipperary County Council á Írlandi en aðrir samstarfsaðilar eru Centre for Enterprise Development & Regional Economy (CEDRE) hjá Waterford Institute of Technology á Írlandi,  CESIE Sikiley Ítalíu, Institute for Postgraduate Studies (IPS) University of National & World Economy Búlgaríu,  Allweb Solutions Grikklandi og Associacao Comercial e Industrial de Barcelos (ACIB) Portúgal.

Unnin var þarfagreining meðal markhópa verkefnisins 2014 og verið er að leggja lokahönd á námsskrá fyrir eins dags vinnustofu þar sem unnið er með nýsköpun og frumkvöðlahugsun tengda byggða- og samfélagsþróun.  Einurð hélt utan um vinnu við ferilsathuganir „case studies“ frá ólíkum samstarfsaðilum sem m.a. verða nýttar sem námsefni á vinnustofunum, ritstjóri var Árni Helgason.  Case studies og aðrar afurðir verkefnisins má finna á heimasíðu þess á ensku en útdráttur verður þýddur á íslensku sem og námsskrá og námsgögn.

Skipulagðar voru tvær tilraunavinnstofur á Íslandi haustið 2015 í samstarfi við Símenntun Háskólans á Bifröst sem mun í framhaldinu bjóða upp á vinnustofurnar sem hluta af námsframboði sínu tengdu símenntun. Vinnustofunum var skipti í eftirfarandi þrjá hluta sem vísuðu til þeirra 6 færniþátta sem fram komu í þarfagreiningunni:

  1. Nýsköpun og sköpunarkraftur
  2. Greinandi hugsun og útsjónarsemi
  3. Seigla og leiðtogahæfni

Tvær vinnustofur undir yfirskriftinni „Nýsköpun og samfélagsþróun“ voru haldnar, annars vegar i samstarfi við Byggðastofnun þann 26. október á Sauðárkróki og hinsvegar var haldin vinnustofa fyrir hóp kvenna í húsnæði Háskólans á Bifröst í Reykjavík þann 14. nóvember.  Samtals tóku 26 þátt í vinnustofunum og námsmat sýndi fram á almenna ánægju með skipulag, kennslu og námsefni.

Birt kynningarefni og niðurstöður: 

Nýsköpun og samfélagsþróun – FIERE vinnustofa

Handbók þátttakenda í FIERE vinnustofum á íslensku 

Kynningarbæklingur um FIERE á ensku og íslensku 

Fréttabréf FIERE 1. tölublað á íslensku og ensku

Fréttabréf FIERE 2. tölublað á íslensku og ensku

Þarfagreining – samanteknar niðurstöður þarfagreiningar á Íslandi 

Dæmisögur unnar í verkefninu, Case study report

Samantekt á dæmisögum á íslensku, Case Study Summaries_IS