Post-Human-Architect Hæfniramminn

Post-Human Architect verkefnið miðar að því að þróa, prófa og miðla aðferðafræði í starfsþjálfun tengdri dreifbýli til að kenna ungu fólki sjálfbærni og samfélagslega nýsköpun. Með því að innleiða þessa aðferðafræði stefnum við að því að leggja okkar af mörkum til að stuðla að aukinni seiglu og sjálfbærnihugsun í starfsþjálfun í dreifbýli sem getur aukið framboð á menntun sem er sniðin að þeirra þörfum og þeim samfélagáskorunum sem við stöndum nú frammi fyrir.

Einurð leiddi vinnu við að þróa hæfnirammans fyrir The Post Human Architect verkefnið byggt á niðurstöðum rýnihópa í samstarfslöndunum og með vísan í PHA aðferðafræðina og New European Bauhaus markmið og gildi (EU, 2022):  The New European Bauhaus er skapandi og þverfaglegt átaksverkefni sem tengir the European Green Deal við það umhverfi sem við búum í.  The New European Bauhaus átaksverkefnið hvetur okkur öll til að ímynda okkur og byggja saman sjálfbæra framtíð sem miðar að inngildingu og býr yfir fegurð fyrir augu, huga og sál okkar. (New European Bauhaus, 2022) 

Hæfniramminn byggði á niðurstöðum rýnihópa og tveimur dæmisögum eða fyrirmyndum um PHA aðferðafræðina sem komu fram í hagaðilagreiningu.  Markmið hæfniviðmiðana er að búa til sjálfsmatskerfi sem hægt er að nota bæði í starfsnámi og sjálfsnámi. Ramminn felur í sér skilgreiningu og lýsingar fyrir hverja hæfni með vísan í nauðsynlega þekkingu, færni og viðhorf. Hæfniramminn byggir á European sustainability hæfnirammanum (GreenComp) og öðrum hæfniviðmiðum um mjúka færni svo sem, menningarnæmni, samfélagsþátttöku og inngildingu.

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um Post Human Architect hæfnirammann og aðrar upplýsingar um verkefnið á heimasíðu þess.