Fatherhood project

Einurð tekur þátt í Fatherhood verkefninu sem styrkt er af Erasmus+ Youth menntaáætlun Evrópusambandsins og leitt er af Quasar framleiðslufyrirtækinu. Verkefnið snýst um að undirbúa og styðja unga ferður (18-30 ára) í foreldrahlutverkinu. Elva Björt leiðir vinnu við Gloppugreiningu sem felst m.a. í stöðugreiningu, viðtölum við sérfræðinga og feður auk spurningakönnunar. Aðrir þátttakendur í verkefninu koma frá Grikklandi, Írlandi og Spáni. Aðrar afurðir verkefnisins eru m.a. jafningjastuðningur, fræðslumyndbönd og stuðningsnet ungra feðra.