Samstarfsaðilar FIERE verkefnsins funduðu í húsnæði Háskólans á Bifröst 18.-19. júní síðastliðinn. Viðfangsefni fundarins var lokafrágangur á FIERE „case studies“ og skipulag FIERE vinnustofa sem haldnar verða næsta haust í samstarfslöndunum þ.e. Írlandi, Búlgaríu, Ítalíu, Portúgal, Grikklandi og Íslandi. Símenntun Háskólans á Bifröst og Einurð munu saman standa að tveimur tilraunavinnustofum næsta haust. Almenn ánægja var með fundinn þó vissulega hefði veðrið mátt vera betra, hópurinn fór Gullna hringinn áður en haldið var heim á leið, lokaráðstefna FIERE verður haldin í Írlandi í nóvember en verkefninu lýkur um áramótin.