FATHERHOOD

Einurð og Quasar unnu saman að Fatherhood verkefninu sem styrkt var af Erasmusplus menntaáætlun Evrópusambandsins. Einurð hefur síðan unnið áfram að kynningu niðurstaðna verkefnisins samhliða kynningu og áframhaldandi þróun á afurðum „Need to Connect“ verkefnisins. Hér fyrir neðan má nálgast yfirlit yfir Fatherhood þjálfunina en námsefni er aðgengilegt á Moodle þjálfunarvettvangi Fatherhood þar sem einnig er hægt að fá aðgang og setja upp námskeið (senda beiðni á stefania@einurd.is).

Markhópur beggja verkefna eru ungir foreldrar en vinnustofur og opið menntaefni sem þróað var í verkefnunum verður nýtt í fræðslustarf með þessum hópum í framtíðinni og þá í samstarfi við sveitarfélög og aðra hagaðila sem vinna með fjölskyldum í þeirra nærsamfélagi svo sem MemmPlay og Fjölskyldumiðstöðina í Breiðholti. Einnig er fyrirhugað að vinna frekar úr niðurstöðum þarfagreininga í verkefnunum í greinaskrifum.

Þá verður námsefni í Fatherhood verkefninu nýtt í þjálfun í „Papa“ verkefninu sem fer fram a netinu í ársbyrjun 2024. Við hvetjum feður að taka þátt en námskeiðið er á ensku og fer fram á Íslandi og í Grikklandi.